Eins og kunnugt er fer kröpp og djúp læð yfir landið næsta sólahringinn og ýmiss fyrirtæki og stofnanir sem reka mikilvæga innviði eru í viðbragðsstöðu.
Neyðarstjórn Norðurorku kom saman í dag og fór yfir stöðuna og þá viðbragðsferla sem getur þurft að virkja við þessar aðstæður. Helstu vandamálin sem geta komið upp hjá okkur snúa að rafmagnsleysi. Ekki aðeins hefur slít áhrif á rafveituna sjálfa og þar með þjónstu okkar á því sviði, heldur er rafmagnið mikilvægur þáttur í rekstri annarra veitna, þ.e. vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Mikið er af dælum í þessum kerfum sem háðar eru stöðugu rafmagni.
Við teljum okkur nokkuð velbúin til þess að tryggja dælingu á heitu vatni á stærstum hluta hitaveitunar þrátt fyrir tímabundið rafmagnsleysi þar sem varaaflstöðvar knýja nokkrar mikilvægar dælustöðvar svo sem Reyki í Fnjóskadal, Laugaland í Eyjafjarðarsveit og vinnslusvæðið á Arnarnesi við Hjalteyri. Þá eru einnig lausar varaaflsvélar sem hægt er að grípa til. Engu að síður er það svo að í víðtæku rafmangsleysi er ekki unnt að halda uppi fullum þrýstingi í dreifikerfinu og sumstaðar, einkum í sveitum, getur drýstingur fallið verulega og sumstaðar alveg.
Við viljum af þessu tilefni brýna fyrir viðskiptavinum okkar að fara sparlega með bæði heitt og kalt vatn komi til rafmagnsleysis og sérstaklega ef útlit er fyrir að það verði langvarandi.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15