Enn er ekki ljóst hvenær hægt verður að koma metanframleiðslu í eðlilegt horf.
Frostakaflinn undanfarið leiddi til ísmyndunar í öflunarkerfi hauggassins á gömlu sorphaugunum á Glerárdal.
Stílfur urðu í brunnum og leiðslum sem leiddi til þessi að ákveðið ójafnvægi kom í hauginn ef svo má segja. Því er nauðsynlegt að endurstilla gasöflunina og ljóst að það tekur nokkurn tíma. Þá þarf einnig að fara yfir og endurstilla nema og viðvörunarbúnað sem tengist gasöfluninni.
Mikilvægast er að tekist hefur að greina vandann og að unnið er að lausn á honum, þó ekki sé hægt að fullyrða hversu langan tíma það muni taka.
Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15