Krakkar úr 10 bekk Giljaskóla voru í óvissuferð í dag og heimsóttu meðal annars Glerárvirkjun þar sem Árni Árnason yfirvélstjóri tók á móti hópnum og fræddi þau um Glerárvirkjun og hvernig rafmagn verður til.
Þáttur í óvissuferðinni hjá krökkunum var að fá svör við ýmsum spurningum um Norðurorku og í hverju starfsemin felst. Þau höfðu verið víða í bænum í dag að leita svara við ýmsum spurningum og frá Glerárvirkjun var ferðinni heitið í Verkmenntaskólann á Akureyri.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15