8. des 2015

Rafmagn komið á

Rafmagn komst á að fullu á Akureyri um klukkan hálf þrjú í nótt.

Miklar truflanir hafa verið á rafmagnsafhendingu um stóran hluta landsins í nótt.  Eftir að rafmagn fór af á Akureyri og Eyjafirði í gærkvöldi fór Landsnet í aðgerðir til að koma því á að nýju. Kom í ljós að Blöndulína var í sundur á milli Rangárvalla (Akureyrar) og Varmahlíðar og því lögð áhersla á að koma rafmagni til Akureyrar frá Kröflu og Laxá sem tókst eins og áður segir endanlega um klukkan hálf þrjú.

Línan milli Varahlíðar og Akureyrar er í sundur við Sólheima í Blönduhlíð í Skagafirði og liggur línan yfir þjóðveg númer 1.  Fram kemur á vef Landsnets að vakt sé á staðnum.

Á vef Landsnets má sjá fjölmargar tilkynningar úr rekstri landsnetsins og þær aðgerðir sem farið hefur verið í til að tryggja rafmagnsafhendingu víða um land.

Viðbót við frétt að morgni 8. desember.

Þegar búið var að ná inn rafmagni frá Kröflu og Laxá var talið að rafmagn væri komið á alla Akureyri.  Síðar komi í ljós að svo var ekki þar sem dreifistöð nr. 22 í miðbænum hafði bilað. Sjá nánar um það í öðrum fréttum hér á síðunni.