Rafmagnslaust varð á eyrinni, miðbæ og syðri brekkunni kl. 08.01 í morgun og var komið rafmagn á öll hverfi um kl. 08:40
Ástæðan er bilun í streng í rafdreifikerfi Norðurorku. Vel gekk að koma rafmagninu á, en hringtengingar gera kleift að fæða einstök svæði úr fleiri en einni átt eins og það er nefnt.
Ef rafmagn er ekki komið á skal aðgæta hvort lekaliði hefur slegið út.
Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við rafvirkjameistara.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15