Rafmagnsleysi í miðbæ Akureyrar er bundið við þær fasteignir sem fá rafmagnsfæðingu frá spennistöð nr. 22.
Um er að ræða hluta af Brekkugötu (1-31), Túngötu, Geislagötu, Laxagötu, Hólabraut, hluta af Eiðsvallagötu, Fjólugötu, Grænugötu, Norðurgötu nr. 31 og 35, Strandgötu nr. 9, 11 og 13, Gránufélagsgötu 10 og 19, Fróðasund og Glerárgata 1 til og með 7. Þá er götulýsing úti á þessu svæði og reyndar nokkuð víðar í bænum.
Staðan er þannig núna að verið er að gera mælingar á búnaði spennistöðvarinnar. Óljóst er hvort að háspennufelti eða spennirinn sjálfur hefur gefið sig. Þá er verið að undirbúa flutning á varaaflsstöð niður í miðbæ og verður hún mögulega tengd framhjá spennistöðinni ef sýnt þykir að viðgerð á honum muni taka langan tíma. Til er varaspennir sem hægt er að setja inn ef í ljós kemur að það sé spennirinn sem gaf sig.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15