Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi sem nær fram á miðja þessa öld en síðast gaf nefndin út slíka spá árið 2005. Áætluð notkun til lengri tíma litið er heldur meiri nú en í síðustu spá, sérstaklega úttekt frá flutningskerfinu (stóriðja) enda er eins og í fyrri spám einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Spá um almenna notkun hefur staðist vel á undanförnum árum en þó var aukningin meiri en spáð var fram til 2008 enda mikill hagvöxtur þau ár. Almenn raforkunotkun hefur minnkað síðustu tvö ár samhliða samdrætti í efnahagsmálum og er þetta í fyrsta skipti sem einhver samdráttur að ráði er í notkuninni allt frá kreppuárunum á 4. áratug síðustu aldar.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15