19. júl 2012

Rafveita Akureyrar 90 ára

Gamla túrbínan í Glerárvirkun
Gamla túrbínan í Glerárvirkun
Á komandi hausti verða liðin 90 ár frá því vélarnar í Glerárvirkjun voru reyndar í fyrsta skipti.

Á komandi hausti verða liðin 90 ár frá því vélarnar í Glerárvirkjun voru reyndar í fyrsta skipti.  Það var sunnudaginn 17. september það ár sem bæjarstjórn Akureyrar "var boðið upp að rafstöðinni til þess að vera viðstödd þegar rafmagnsvélarnar voru reyndar í fyrsta sinn, eftir að búið var að ganga frá þeim til fullnustu" eins og segir í bók Gísla Jónssonar menntaskólakennara, "Rafveita Akureyrar - Þættir úr sögu rafvæðingar á Akureyri."  Um þetta skrifar Gísli einnig.  "Laugardaginn 30. september var rafstöðin opnuð og straumi hleypt á þau hús sem þá voru tengd. Dagur (dagblaðið) segir að þetta hafi verið gert án sýnilegrar viðhafnar, og má vera að ástæðan hafi verið sú, að færri hús voru þá tengd en fyrirhugað hafði verið.  Segir blaðið að einungis örfá hús hafi verið við því búin að taka við rafstraumnum."

Norðurorka hf. mun minnast þessara tímamóta á komandi hausti með opnu húsi þar sem gestir munu eiga þess kost að kynna sér endurbyggða Glerárvirkjun og sögu þessarar fyrstu virkjunar Akureyringa.