27. júl 2011

Rammaáætlun - opið umsagnarferli

Við Svartafoss í Skaftafelli
Við Svartafoss í Skaftafelli
Verkefnisstjórn um rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma hefur skilað af sér 2. áfanga hennar.

Verkefnisstjórn um rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma hefur lokið 2. áfanga hennar og skilað skýrslu þar að lútandi til iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra.  Í frétt á heimasíðu rammaáætlunar kemur fram að nú liggi fyrir að undirbúa drög að þingsályktunartillögu sem byggi á niðurstöðum skýrslunnar, en tillagan mun síðan fara í 12 vikna opið umsagnarferli fyrir haustið 2011.

Jafnframt kemur fram á heimasíðu rammaáætlunar að þegar búið verði að vega og meta þær umsagnir sem berast, muni ráðherrarnir leggja þingsályktunartillöguna fyrir Alþingi sem hefur síðasta orðið um það hvernig þeim virkjunarhugmyndum sem komu til mats verði raðað inn í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk.

Skýrsluna um niðurstöðu 2. áfanga rammaáætlunar má finna hér.

Kort sem koma fram í skýrslunni má finna hér.