4. apr 2011

Rannsóknarboranir á Glerárdal gengu vel

Boranir gengu vel
Boranir gengu vel
Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða eru að ljúka borunum á rannsóknarholum á Glerárdal.

Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða eru að ljúka borunum á rannsóknarholum á Glerárdal.

Boranir gengu samkvæmt áætlun þó ekki hafi tekist að ná fullri dýpt á öllum þeim stöðum sem borað var á.  Veldur þar mestu að í haugnum á Glerárdal var um tíma ekki mikil aðgreining á sorpi eftir því hvers eðlis það var.   Mátti því búast við að lenda á járni, netadræsum og ýmsu sem ekki er unnt að bora í gegnum.

Á næstu vikum munu sérfræðingar Mannvits fylgjast með holunum og gera nauðsynlegar mælingar.  Í framhaldi af því verður tekin saman skýrsla um hauginn og mögulega afkastagetu hans.