13. apr 2012

Sæstrengur ógn eða tækifæri

Á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær var meðal annars fjallað um möguleika þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópu.

Á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær var meðal annars fjallað um möguleika þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópu.  Það er mat Landsvirkjunar að sæstrengurinn geti verið eitt af stærstu viðskiptatækifærum sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir.  Lögð er áhersla á að um verkefnið verði að nást víðtæk sátt meðal allra stjórnmálaflokka og allra aðila í orkugeiranum.  Fyrsta skrefið sé að fara í frekari rannsóknar- og greiningarvinnu.

Sú sviðsmynd sem Landsvirkjun vinnur eftir í þessu sambandi gerir ráð fyrir þeirri megin forsendu að sú orka sem hægt væri að flytja út komi fyrst og fremst frá virkjunarkostum sem annars yrði tæplega eða ekki farið út í.  Er þá verið að vísa til  þess að þau 700 MW sem flutt yrðu í gegnum sæstreng komi frá dýrum vatnsafls- og gufuaflskostum, frá vindorkuvirkjunum og með bættri nýtingu í núverandi virkjunum.

Hér má sjá mynd af einni af þeim glærum sem Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar fór yfir í kynningu sinni.

Ársfundur Landsvirkjunar - Sæstrengur sviðsmynd

Nánari fréttir af ársfundi Landsvirkjunar má finna á heimasíðu fyrirtækisins.