Samtök atvinnulífsins, SA, halda þessa daganna fundi víðsvegar um land undir yfirskriftinni "Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara." Á þessum fundum er kynnt samnefnd skýrsla sam-takanna um stöðu og horfur í atvinnu- og efnahagsmálum, auk könnunar sem Capacent hefur gert meðal stærstu fyrirtækja í landinu um mat þeirra á stöðu og framtíðarhorfum í atvinnu-lífinu.
Fundur SA á Akureyri var haldinn í Hofi í morgun en þar fóru þeir, Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, yfir framangreinda skýrslu og könnun, en svöruðu í framhaldinu fyrirspurnum fundargesta. Fram kom í máli framsögumanna að mörg ónýtt tækifæri væru í stöðunni til þess að rjúfa kyrrstöðuna og bæta lífskjörin, sem enn hefðu ekki verið nýtt af hálfu stjórnvalda.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15