Lokun á nyrsta hluta Síðubrautar mun taka gildi í dag, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 15:00, vegna lagningu hitaveitulagnar (Hjalteyrarlagnar) við hringtorg að Hörgárbraut. Lokunin mun standa yfir fram að fimmtudagsmorgni 23. nóvember.
Hjáleið verður niður að Hlíðarbraut og upp Austursíðu. Innkeyrsluhjáleið verður hjá bensínstöð ÓB.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að hafa.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15