13. feb 2014

Skolað undan holu LN-12 á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit

Laugaland Tjarnir Eyjafjarðarsveit

Enn ber á leir í vatninu úr holu LN-12 á Laugalandi.  Þegar í gær var skolað undan holunni en þá er vatni úr holunni hleypt framhjá kerfinu út í læk og þess freistað að skola lausa leirinn úr holunni. Þetta er síðan búið að endurtaka í morgun.

Undir venjulegum kringumstæðum er hægt að taka holuna úr notkun tímabundið en þessa daganna er unnið að því að taka upp bilaða dælu að Ytri-Tjörnum (TN-4) og því erfiðara um vik að taka LN-12 úr notkun.

Sambærilegt atvik þessu kom síðast upp árið 2000 og þá tók nokkurn tíma að skola leirinn úr holunni.

Við vonum að þessi vandræði taki fljótlega enda.  Við ítrekum að séu óþægindi af leirlitaða vatninu veruleg eða ef þau hafa áhrif á rennsli í gegnum grind eru viðskiptavinir beðnir að snúa sér til þjónustuvers Norðurorku hf. í síma 460-1300 eða í bakvaktasíma 892 7305 (eftir kl. 16:00)

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum.