Götuskápar eru mikilvægur hluti af dreifikerfi rafmagns. Þeir eru yfir þúsund talsins og á þeim eru snjóstangir sem sýna staðsetningu í miklum snjó, m.a. til viðvörunar fyrir snjóruðningstæki.
Á ári hverju verða einhverjir götuskápar fyrir tjóni vegna ákeyrslu. Í einhverjum tilfellum eru tjónin minniháttar þannig að skápurinn einungis skekkist lítillega en í öðrum tilfellum er tjónið meira og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar. Fyrir utan rafmagnsleysi sem oft fylgir tjóni á götuskáp, þá geta götuskáparnir breyst í slysagildru og orðið hættulegir þeim sem þá snerta.
Því miður virðast einhverjir gera sér það að leik að brjóta snjóstangir á götuskápum en á árinu 2020 þurfti að endurnýja á annað hundrað stanga sem höfðu verið brotnar af götuskápum víða um bæinn.
Við biðjum íbúa á Akureyri að hjálpast að við að koma í veg fyrir skemmdaverk sem þessi og forða þannig tjóni og hugsanlega slysi.
Er snjóstöngin brotin á götuskápnum í þinni götu? Endilega láttu okkur vita í no@no.is eða í síma 460-1300
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15