10. ágú 2012

Söguganga með Glerá

Fimmtudaginn 9. ágúst var söguganga afmælisnefndar Akureyrarbæjar og Minjasafnsins í samstarfi við Norðurorku hf.

Fimmtudaginn 9. ágúst var söguganga afmælisnefndar Akureyrarbæjar og Minjasafnsins í samstarfi við Norðurorku hf.

Rifjaðir voru upp árdagar Vatnsveitu Akureyrar sem stofnuð var árið 1914 og hin mikla þrautaganga Akureyringa í leit að nægilega hreinu og miklu vatni í nágrenni bæjarins sem nýta mætti til vatnsveitu.

Einnig voru rifjaðir upp árdagar Rafveitu Akureyrar allt frá því að fyrstu hugmyndir um rafvæðingu komu fram í kringum aldamótin 1900 og þar til Glerárvirkjun var tekin í notkun árið 1922.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr sögugöngunni en sögumaður og fulltrúi Norðurorku var Baldur Dýrfjörð forstöðumaður þróunar en í lok göngunar tóku Gunnur Ýr Stefánsdóttir gæðastjóri og Svanhildur Svansdóttir þjónustufulltrúi einnig á móti göngugestum, buðu upp á kakó og kleinur og svöruðu spurningum gesta.

Söguganga við Glerá 9. ágúst 2012

Söguganga við Glerá 9. ágúst 2012

Söguganga við Glerá 9. ágúst 2012

Söguganga við Glerá 9. ágúst 2012

Söguganga við Glerá 9. ágúst 2012

Söguganga við Glerá 9. ágúst 2012

Söguganga við Glerá 9. ágúst 2012