Vegna lokaviðgerðar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu var heita vatnið tekið af á allstóru svæði í dag 3. apríl frá kl.8:00 og mun lokunin vara fram eftir degi. Þegar framkvæmdir voru hafnar kom í ljós að taka þurfti vatn af stærra svæði en áætlað var í fyrstu.
Við áður tilkynnt lokunarsvæði (hluti af Núpasíðu, hluti af Stapasíðu, Kjalarsíðu 1a og 1b og Vestursíðu) bætast öll hús við Núpasíðu, Stapasíða 1, 2, 3 og 4 og Tungusíða nr. 1 til og með nr. 8 og hús nr. 10. Sjá nánar á myndinni hér fyrir neðan.
Mögulegt er að öryggislokar í húsunum sem bættust við hafi opnast við framkvæmdina. Verið er að hafa samband við húseigendur og óska eftir því að þeir hugi að öryggislokunum. Ekki á að vera hætta þótt öryggislokar opnist sé frágangur þeirra samkvæmt reglum, en því miður eru dæmi um að svo sé ekki og því er mikilvægt að skoða frágang lokanna.
Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við pípulagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.
Nánari fréttir af framvindu verksins verða settar inn á heimasíðuna.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15