17. des 2024

Starfsaldursviðurkenningar hjá Norðurorku

Frá vinstri: Sigurbjörn Gunnarsson, Baldur Hólm, Anna María Sigurðardóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Ha…
Frá vinstri: Sigurbjörn Gunnarsson, Baldur Hólm, Anna María Sigurðardóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Haraldur Jósefsson, Daiva Tumaite, Jón Hermann Hermannsson og Hjalti Steinn Gunnarsson. Á myndina vantar Frosta Frostason og Heiðar Austfjörð.

Á dögunum voru veittar starfsaldursviðurkenningar hjá Norðurorku. Gaman er að segja frá því að almennt er starfsaldur hár í fyrirtækinu og starfsmannavelta lítil. Alls hafa 25 einstaklingar starfað í tíu ár eða lengur hjá Norðurorku og er samanlagður starfsaldur þeirra 431 ár. Í slíkri reynslu býr mikill mannauður.

Það voru þau Anna María Sigurðardóttir, Baldur Hólm, Daiva Tumaite, Frosti Frostason, Haraldur Jósefsson, Heiðar Austfjörð, Hjalti Steinn Gunnarsson, Hulda Guðmundsdóttir, Jón Hermann Hermannsson og Sigurbjörn Gunnarsson sem hlutu viðurkenningar fyrir tíu ára starfsaldur. Aðspurð um kosti þess að starfa hjá Norðurorku svöruðu þau að um fjölbreyttan og faglegan vinnustað sé að ræða þar sem vel er hugsað um starfsfólk.

Við óskum þeim öllum innlega til hamingju með starfsárin tíu.