17. feb 2012

Starfsfólk Norðurorku í fréttum

Konur Norðurorku
Konur Norðurorku
Karlkyns starfsmenn Norðurorku komust í fréttirnar undir fyrirsögninni \"þjófstörtuðu konudeginum á Akureyri\"

Karlkyns starfsmenn Norðurorku komust í fréttirnar undir fyrirsögninni "þjófstörtuðu konudeginum á Akureyri" en eftirfarandi frétt birtist á vef Ríkisútvarpsins ruv.is

Fréttin er svohljóðandi:
Karlkyns starfsmenn Norðurorku þjófstörtuðu konudeginum í dag og dekruðu við samstarfskonur sínar á alla lund. Karlarnir tóku á móti konunum í morgun með ástarpungum og rjómapönnukökum og færðu þeim blóm og kertastjaka.

Að sögn Önnu Klöru Hilmarsdóttur, ritara hjá Norðurorku, er komin hefð fyrir því að karlmennirnir á vinnustaðnum dekri við samstarfskonur sínar á konudaginn en þar sem konudagurinn er á sunnudegi þá var dekrið í dag.

Í tilefni dagsins setti Páll Jóhannson, starfsmaður Norðurorku, saman vísur sem konurnar fengu afhentar í morgun.

Við óskum þess auðmjúkir kallar
og uppfærum hérna í brag
að stelpurnar okkar allar
eigi nú blessaðan dag.

Atgervi ykkar við rómum
og yndisleika flesta daga.
Nú birtist það með blómum
og brauði í svanga maga.