Norðurorka hf. tekur þátt í átaki Krabbameinsfélagsins MOTTU MARS. En þáttur í átakinu er fræðsla fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Í dag hélt Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu fyrirlestur fyrir karlana í fyrirtækinu.
Ragnheiður gaf gott yfirlit yfir þá krabbameinssjúkdóma sem helst koma fram hjá karlmönnum. Hún minnti á þann mikla árangur sem náðst hefur á liðnum áratugum og hefur leitt til þess að lífslíkur eru nú mun meiri en áður og að með sanni má segja að krabbamein er sjúkdómur en ekki dauðadómur. Hún lagði í því sambandi áherslu á mikilvægi þess að við séum vakandi yfir þeim viðvörunarmerkjum sem líkaminn sendi okkur og við séum tilbúin til þess að breyta lífstílnum í þágu okkar sjálfra, þar sem hófsemd og virðing eru sett í öndvegi.
Góður rómur var gerður að fyrirlestri Ragnheiðar og henni þakkað með kröftugu lófataki í lokinn. Starfsfólk Norðurorku sendir MOTTU MARS átakinu baráttu kveðjur.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15