Stjórn Samorku samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi heldur stjórnarfund á Akureyri í dag. Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942) og Sambands íslenskra hitaveitna (stofnuð 1980). Aðilar að Samorku eru allar rafveitur og hitaveitur landsins ásamt flestum vatnsveitum og nokkrum fráveitum. Aukaaðilar í samtökunum eru fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitugeiranum á einhvern hátt.
Starfsemi SAMORKU er í aðalatriðum skipulögð eftir fjórum fagsviðum, þ.e. hitaveitna, raforkufyrirtækja, vatnsveitna og fráveitna.
Sigurður Ágústsson (Samorka), Þórður Guðmundsson (Landsnet), Franz Árnason (Norðurorka), Júlíus Jónsson (HS veitum), Tryggvi Þór Haraldsson formaður (RARIK), Eiríkur Bogason (Samorka), Páll Pálsson (Skagafjarðarveitum) og Gústaf Skúlason (Samorka).
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15