Stjórn Norðurorku hf. hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um styrki til samfélagsverkefna en úthlutun þeirra fer fram næstkomandi fimmtudag 21. júní.
Framkvæmdaráð Norðurorku hf. skipaði vinnuhóp starfsmanna til þess að fara yfir þær rúmlega eitthundrað og fimmtíu umsóknir sem bárust um samfélagsstyrki Norðurorku hf. Skilaði hópurinn tillögum sínum til stjórnar Norðurorku hf. sem afgreiddi þær á fundi sínum þann 31. maí s.l.
Verkefnið var erfitt en um leið skemmtilegt því umsóknirnar sýna þá miklu grósku sem er á öllum sviðum samfélagins.
Auk þess að horfa til þeirra viðmiða sem sett eru í almennum úthlutunarreglum okkar og birtast á heimasíðu félagins þá var að þessu sinni litið til eftirfarandi atriða.
Norðurorka hf. þakkar þeim fjölmörgu sem sýndu áhuga sinn á því að sækja um samfélagsstyrki til félagsins og óskar þeim alls hins besta í störfum sínum.
(Nánari fréttir af úthlutun styrkjanna, styrkþegum og verkefnum verður birt hér á síðunni n.k. fimmtudag).
Stjórn Norðurorku hf. hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um styrki til samfélagsverkefna en úthlutun þeirra fer fram næstkomandi fimmtudag 21. júní.
Framkvæmdaráð Norðurorku hf. skipaði vinnuhóp starfsmanna til þess að fara yfir þær rúmlega eitthundrað og fimmtíu umsóknir sem bárust og skilaði hópurinn tillögum sínum til stjórnar Norðurorku hf. sem afgreiddi þær á fundi sínum þann 31. maí s.l.
Verkefnið var erfitt en um leið skemmtilegt því umsóknirnar sýna þá miklu grósku sem er á öllum sviðum samfélagins.
Auk þess að horfa til þeirra viðmiða sem við höfum sett í almennum úthlutunarreglum okkar og birtast á heimasíðu félagins þá var að þessu sinni litið til eftirfarandi atriða.
Horft var til þess að verkefni á öllu starfssvæði Norðurorku hlytu styrki (Ólafsfjörður til og með Þingeyjarsveit) (að þessu sinni var ákveðið að styrkja ekki verkefni utan starfssvæðis fyrirtækisins)
Horft var til þess að mörg undangengin ár hefur áhersla Norðurorku hf. verið mikil á menningu og listir og því ákveðið að draga úr henni þetta árið.
Ákveðið var að auka hlut íþrótta- og æskulýðsmála og þar með áherslu á barna og unglingastarf.
Horft var til þess hvort umsækjendur hefðu nýlega og/eða oft fengið styrki á undangengnum árum.
Byggt var á því að verkefnin væru fjölbreytileg þannig að styrkþegar komi úr sem flestum áttum.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15