4. jan 2013

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir við hátíðlega athöfn í matsal fyrirtækisins í dag föstudaginn 4. janúar.

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir við hátíðlega athöfn í matsal fyrirtækisins í dag föstudaginn 4. janúar.

Við úthlutun styrkja var horft til þeirra viðmiða sem félagið hefur sett í almennum úthlutunarreglum sínum og birtar eru á heimasíðunni www.no.is en auk þess var að þessu sinni litið til eftirfarandi atriða:

  • Horft var til þess að verkefni á öllu starfssvæði Norðurorku hlytu styrki (Ólafsfjörður til og með Þingeyjarsveit).
  • Horft var til þess að við síðustu styrkveitingu var lögð megináhersla á styrki til íþrótta- og æskulýðsmála og því heldur minni áhersla á þann málaflokk nú.
  • Ákveðið var að meginþungi styrkja þetta árið færi til menningar- og listastarfs með áherslu á starf kóra.  Þá eru einnig styrkt nokkur verkefni í flokknum „ýmis samfélagsmál“ og þar lögð áhersla á börn sem glíma við ofvirkni, athyglisbrest og einhverfu.
  • Horft var til þess hvort umsækjendur hefðu nýlega og/eða oft fengið styrki á undangengnum árum.
  • Byggt var á því að verkefnin sem hlytu styrk væru fjölbreytileg þannig að styrkþegar komi úr sem flestum áttum.

Samtals voru veittir styrkir til þrjátíu og þriggja verkefna samtals að fjárhæð krónur fimmmilljónir eitthundrað stjötíu og fimmþúsund 00/100.

Styrkþegi Heiti verkefnis
1 ADHD samtökin á Norðurlandi Sumarbúðir fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest
2 Álfkonur - ljósmyndaklúbbur kvenna Ljósmyndasýningar kvenna
3 Barnakórar Akureyrarkirkju Uppsetning á kabarett
4 Björk Pálmadóttir Ungt fólk okkar framtíð - forvarnarverkefni
5 Björn Heiðar Rúnarsson Afreksstyrkur - siglingar
6 Brekkuskóli á Akureyri Nýting upplýsingatækni í starfi með einhverfum
7 Foreldrahópur einhverfa barna á Norðurlandi Stuðningur og upplýsingagjöf
8 Gospelkór Akureyrar Tónleikar í Hofi
9 Gunnar Björn Jónsson Tónleikahald á öldrunarheimilum í Eyjafirði
10 Hjalteyri ehf. Heitir pottar Hjalteyri, sjósundsaðstaða o.fl.
11 Hollvinir Húna II Endurbætur á hitakerfi Húna II
12 Ingólfur Tryggvi Elíasson Afreksstyrkur - íshokký
13 Kammerkór Norðurlands Söngljóðadagskrá í minningu Halldórs Laxness
14 Karlakór Akureyrar Geysir Afmælisár kórsins 90 ára afmæli
15 Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls Saurbæjarkirkja endurbætur á garði
16 Kolbeinn Höður Ólafsson Afreksstyrkur - frjálsar íþróttir
17 Kór Akureyrarkirkju Vortónleikar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
18 Kór Glerárkirkju Tónleikahald og þátttaka í kórakeppni
19 Kraftlyftingafélag Akureyrar Æfingabúnaður - undirbúningur fyrir OL lyftingar
20 Kvenfélagið Hjálpin Útgáfa á bók í tilefni 100 ára afmælis félagsins
21 Kvennakór Akureyrar Tónleikahald o.fl.
22 Kvennakórinn Embla Vínartónleikar 2013
23 Lista án landamæra Listahátíð
24 Listvinafélag Akureyrarkirkju Kirkjulistavika vorið 2013 og sumartónleikar 2013
25 Lúðrasveit Akureyrar Náms- og tónleikaferð
26 Margrét Árnadóttir Leikum og reiknum - kennsluspil í reikningi
27 Nökkvi - félag siglingamanna á Akureyri Rekstrar og uppbyggingarstyrkur - 50 ára afmæli
28 Sálubót - samkór Stóru-Tjörnum Tónleikahald - Rekstrarstyrkur
29 Skíðafélag Ólafsfjarðar Uppbygging á skíðasvæði
30 Stúlknakór Akureyrarkirkju Þátttaka í Norbusang í Noregi
31 Sumarbúðirnar Ástjörn Styrkur til uppbyggingar að Ástjörn
32 UD - Glerá / Unglingastarf KFUM og KFUK Evrópuhátíð KFUM
33 Útgerðarminjasafn á Grenivík Umhverfisbætur við safnið

 

Hér má sjá mynd af fulltrúum styrkþega en auk þess eru á myndinni Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku hf. og Helgi Jóhannesson forstjóri félagsins.

Frá afhendingu styrkja Norðurorku hf. til samfélagsverkefna fyrir árið 2013