21. jún 2012

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna veittir í dag.

Í dag fimmtudaginn 21. júní voru styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna afhentir við hátíðlega athöfn í sal Norðurorku að Rangárvöllum á Akureyri.

Í dag fimmtudaginn 21. júní voru styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna afhentir við hátíðlega athöfn í sal Norðurorku að Rangárvöllum á Akureyri.

Alls sóttu 153 félög, stofnanir og einstaklingar um þegar auglýst var eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrr í vetur.  Verkefnin eru mjög margbreytileg, af öllum stærðum og gerðum ef svo má segja.  Vinnuhópnum sem gerði tillögu að úthlutun styrkja var því vandi á höndum en þótt verkefnið væri erfitt var það um leið skemmtilegt.  Auk þess að byggja á þeirri stefnumörkun sem mótuð var í stefnumótunarvinnu stjórnar og framkvæmdaráðs s.l. haust mótaði nefndin sér viðmið sem lögð voru til grundvallar og er þeim nánar lýst í fréttatilkynningu félagsins.

Eftirtaldir aðilar hljóta styrk að þessu sinni:

Nafn styrkþega verkefnið fjárhæð
Aflið - Samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Nl.   
rekstrarstyrkur 100.000
Leikfélagið Adrenalín leiklist eflir lífsleikni 150.000
Æskulýðssamtök Laufásprestakalls æskulýðsstarf 100.000
Hjólabrettafélag Akureyrar bætt aðstaða 100.000
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir afreksstyrkur – landsliðið á skautum 75.000
Norræna félagið Ólafsfirði norrænar sumarbúðir 200.000
Kvennahandbolti KA og Þór – 8. til 4. flokkur keppnistreyjur kvfl. KA/Þór 400.000
Safnasafnið úrbætur á aðgengi að safninu 200.000
Textílbomban - 19 textíllistamenn samsýning – Listasumar
300.000
Öldrunarheimilin á Akureyri garður og hænsnahús 200.000
Karatefélag Akureyrar félagsstarfið 100.000
Multicultural Council fjölmenning viðburðir o.fl. 100.000
Fimleikafélag Akureyrar æfingabúðir - koma erl. þjálfara 150.000
Gamli barnaskólinn Skógum Fnjóskadal uppbygging safns 100.000
Sundfélagið Óðinn startbúnaður 100.000
Skíðafélag Akureyrar bætt aðstaða við gönguhús 100.000
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi lyftukaup - sundlaugin að Hrafnagili   
100.000
Birna Guðrún Baldursdóttir tilr. verkefni klúbbur einhverfa unglinga  
75.000
Ungmennafélagið Smárinn - Hörgársveit fótboltamörk við Þelamerkurskóla 250.000
Leikklúbburinn Krafla - Hrísey leiklistarnámskeið fyrir börn 100.000
Sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni viðbygging við félagsmiðstöð 250.000
Skátafélagið Klakkur námskeið fyrir foringja
100.000
Klakarnir - útivistarklúbbur fatlaðra barna námskeið fyrir þjálfara 150.000
Alberto Porro Carmona tónlistarkennsla - barnabók 100.000
Hafdís Sigurðardóttir afreksstyrkur - frjálsar íþróttir 75.000
Akureyrarkirkja sumaropnun 200.000
Foreldrafélag strengjadeildar Tónlistarskólans félagsstarf - strengjamót í Hörpu
150.000


Hér má sjá mynd af fulltrúum ofangreindra aðila sem tekin var fyrir framan höfuðstöðvar Norðurorku hf. þegar afhendingin fór fram í dag.  Með á myndinni eru Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku og Baldur Dýrfjörð forstöðumaður þróunar.

Hópmynd frá úthlutun styrkja Norðurorku hf. til samfélagsverkefna árið 2012


Heildarfjárhæð styrkja sem nú er úthlutað eru rúmar fjórar milljónir króna, en áður hafði stjórn Norðurorku hf. samþykkt að veita tíu milljóna króna styrk til afmælisárs Akureyrar, sem m.a. skal varið til þess að koma upp upplýsinga- og fræðsluskiltum í miðbænum og Innbænum, auk ýmissa annarra verkefna. Þá veitti félagið Menningarfélaginu Hofi bakhjarlastyrk að fjárhæð tólf hundruð þúsund krónur, fyrir rekstrarárið 2011 til 2012, sem verja skyldi til þess að auka og efla opna viðburði í Hofi.