6. jan 2018

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2018

Föstudaginn 5. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Staðsetningin er vel við hæfi þar sem Norðurorka er og hefur frá upphafi verið öflugur bakhjarl Fab Lab smiðjunnar sem þar er til húsa. 

Í október 2017 auglýsti Norðurorka hf. eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna og rann umsóknarfrestur út þann 17. nóvember síðastliðinn. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála.  Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Alls bárust 100 umsóknir frá 87 aðilum (sama félag í sumum tilvikum með umsóknir um fleiri en eitt verkefni).  Flestar umsóknir bárust frá aðilum á starfssvæði Norðurorku sem nær frá Fjallabyggð til Þingeyjarsveitar en einnig komu nokkrar umsóknir annarsstaðar frá. Verkefnin voru fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum en að þessu sinni hlutu 54 verkefni styrk og var heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna.

Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn Níelsson tók af styrkþegum eða fulltrúum þeirra að lokinni úthlutun. Einnig má sjá lista yfir þau verkefni sem hlutu samfélagsstyrk Norðurorku árið 2018. 

Hópmynd

 

Umsækjandi - styrkþegi

Verkefni

Akureyrarakademían

Fyrirlestrar á öldrunarheimilum.

Ármann Ketilsson

Námskeið tónlistarmanna frá Mexico.

Ásgeir Ólafsson

Flössari

BFA (Bocciafélag Ak.)

Styrkur til keppnisferðar.

Bílasafn Akureyrar

Skráning minja er varða samgöngusögu Akureyrar og Eyjafj.sýslu.

Egill Valdimarsson

App fyrir börn með íslenskum þjóðsögum.

Elí Freysson

Bókaútgáfa - Einhverfuritið.

Ferðafélagið Fjörðungur

Uppgerð á skála í Grenivíkurtungum – Gil.

Forvarnar- og félagsmálafulltrúar á Ak.

Verkefnið "5 á dag"

Grófin geðverndarmiðstöð

Fræðslukvöld í Grófinni.

Guðmundur Guðmundsson og Bjarni Guðleifsson

Málþing um Jón lærða Jónsson.

Guðrún Hafdís Óðinsdóttir

Hugarró - núvitund og hugleiðsla í leikskóla.

Gunnar Jónsson

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar.  

Hafdís Sif Hafþórsdóttir f.h. Líknarteymis SAk

Gerð líknarherbergis á Lyflækningardeild.

Hestamannafélagið Léttir

Hestamennska fyrir fatlaða.

Hilma Bóel Bergsdóttir

Afreksstyrkur – íshokký.

Hjalti og Lára

Tónleikaröð.

Hjólreiðafélag Akureyrar

Hjólreiðastígur í Hlíðarfjalli.

Hælið ehf

Setur á Kristnesi um sögu berklanna.

Innflytjendaráð á Ak. og nágrenni

Alþjóðlegt eldhús.

Iris Rún Andersen

Það er leikur að læra íslensku.

Íþróttafélagið Akur

Kaup á borðtennis róbot.

Jakob Þór og Skafti Ingimarsson

Málstofa um 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Jóhann Hauksson

Heimsóknarþjónusta til fanga í fangelsið á Akureyri.

Jón Aðalsteinn Brynjólfsson

Keppnisferð nemenda Lundaskóla á FLL-Mindstorm keppnina í Háskólabíói í Rvk.

KA -  Unglingaráð handknattleiksdeildar

Styrktarþjálfun og fræðsla fyrir krakka á aldrinum 13-18 ára.

KA - Unglingaráð knattspyrnu

Rútuferðir fyrir 6-10 ára iðkendur til og frá skóla í Bogann.

Karlakór Eyjafjarðar

Samantekt í Hofi á sögu hljómsveita Ingimars og Finns Eydals.

Katrín Ösp Jónsdóttir

Námskeið - Næring og heilsa ungra barna.

KFUM og KFUK

Uppfæra félagsaðstöðu í Sunnuhlíð.  

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Námskeið fyrir börn og unglinga sem eiga náinn aðstandanda með krabbamein eða hafa misst náinn aðstandanda úr krabbameini.

Krókódílahópur Sundfél. Óðinn

Ferð á Malmö Open í febrúar 2018.

Miðstöð skólaþróunar við HA

Forritunarkennsla í leikskólum og yngsta stigi grunnskóla.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri

Leiksýning - Lovestar.

Leik-mynd ehf

Sýningin Handavinna stúlkna og drengja á síðustu öld.

Lionsklúbburinn Ylfa

Íslenskuaðstoð fyrir útlendinga.

Naustaskóli

Fræðsla á notkun talgervla og annarra forrita sem styðja við lestrarkennslu.

Norðurslóð

Flutningur og uppsetning á postulínsbrúðusafni.

Oddeyrarskóli Heilsueflingarnefnd

Útbúa þrek- og slökunarrými í skólanum.

Rótaríklúbbur Akureyrar

Lagfæra á rjóður í Botnsreit. 

Sigfríð Einarsdóttir – f.h. Team Rynkeby

Til styrktar krabbameinssjúkum börnum á Íslandi.

Skautafélag Akureyrar

Minningarsjóður Magnúsar E. Finnssonar.

Skátafélagið Klakkur

ÍSHÆK

Skíðafélag Ólafsfjarðar

FIS Snow Kidz

Soroptimistaklúbbur Akureyrar

Ráðstefnan "Our enviromnment and energy - using it without losing it" á Akureyri.

Sumartónleikar Akureyrarkirkju

Tónleikar í Akureyarkirkju sunnudaga í júlí.

Sögufélag Hörgársveitar

Útgáfa ársritsins Heimaslóð.

Sönghópur Jódísar

Tónleikar í Hofi.

Taekwondo deild Þórs

Þjálfaramenntun og iðkendur í afrekslínu.

Tónlistarfélag Akureyrar

Afmælisvika í tilefni 75 ára afmælis.

Veronika Rut Haraldsdóttir

Heimildarmynd – Dragkeppni Norðurlands.

Vélflugfélag Akureyrar

Young eagles verkefnið.

Þór íþróttafélag

Áætlun gegn einelti.

Þroskahjálp á Norðurlandi

Bókaútgáfa – Saga Vistheimilisins Sólborgar.