12. mar 2012

Styrkir til samfélagsverkefna

Norðurorka hf. birtir auglýsingu um styrki til samfélagsverkefna. Veittir eru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Norðurorka hf. hefur birt auglýsingu um styrki til samfélagsverkefna. Veittir eru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ Á Word-formi má finna hér

Auglýsingin er svohljóðandi:

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna

Norðurorka hf. veitir styrki til samfélagsverkefna, veittir eru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála.

Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Umsókn um styrki skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á heimasíðu Norðurorku hf. www.no.is (undir tenglinum UM NO) eða í þjónustuveri að Rangárvöllum, 603 Akureyri.

(1)              Með pósti á Norðurorka hf., Rangárvöllum, 603 Akureyri eða
(2)              sem fylgiskjal með tölvupósti á netfangið no@no.is

Fylgiskjöl með umsókninni má senda hvort heldur sem er í tölvutæku formi með tölvupósti eða með póstlagðri umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2012