18. mar 2013

Svalbarðsstrandarveita komin í lag

​Öll sýni sem tekin voru fyrir helgi komu vel út og hefur heilbrigðisfulltrúi nú heimilað hefðbundna vatnsnotkun á ný. Þar með er aflétt þeim takmörkunum sem voru á neyslu vatns öðruvísi en að það væri soðið áður.

Eins og komið hefur fram í fréttum og tilkynningum til íbúa þá mengaðist eitt af vatnsbólum Svalbarðsstrandarveitu af yfirborðsvatni. Var því nauðsynlegt að beina því til viðskiptavina veitunnar að neysluvatn væri soðið. Umrætt vatnsból var þegar tekið úr notkun.

Í framhaldi af þessu hefur markvisst verið farið yfir veituna og skolað út í stofnæðum og vatnstanka. Þá hafa verið gerðar reglubundnar mælingar á ýmsum stöðum í veitunni og fylgst með vatnsgæðum.

​Öll sýni sem tekin voru fyrir helgi komu vel út og hefur heilbrigðisfulltrúi nú heimilað hefðbundna vatnsnotkun á ný. Þar með er aflétt þeim takmörkunum sem voru á neyslu vatns öðruvísi en að það væri soðið áður.

Um leið og við biðjum viðskiptavini okkar á Svalbarðsströnd afsökunar á óþægindum af þessum sökum þökkum við gott samstarf.