Ljóst er að frekari tafir verða á því að hreinsistöð fyrir hauggas rísi á Akureyri vegna gjaldþrots framleiðanda stöðvarinnar.
Fyrirtækið Flotech AB í Svíþjóð sem er framleiðandi stöðvarinnar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Nýsjálenska móðurfélagið Greenlane í samstarfi við Norðurorku hefur samið við þrotabúið um að yfirtaka verkefnið. Ljóst er að þetta hefur í för með sér frekari tafir á gangsetningu stöðvarinnar og enn ekki hægt að nefna dagsetningu í þeim efnum.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15