Norðurorka hf. og Nýherji undirrituðu í dag þjónustusamning um hýsingu netþjóna Norðurorku, auk vefhýsingar.
Samningurinn er til tveggja ára og felur m.a. í sér hýsingu á rekkavélum, vöktun netþjóna, rekstur stýrikerfis, afritatökur, vírusvarnir o.fl. Nýherji rekur öfluga starfsstöð á Akureyri sem er einn af grundvallarþáttum við samningsgerðina.
Frá undirritun samningsins, f.v. Ottó Freyr Jóhannson söluráðgjafi Nýherja, Rögnvaldur Guðmundsson þjónustustjóri Nýherja, Sigurður J. Sigurðsson sviðstjóri þjónustu- og fjármálasviðs Norðurorku og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur Norðurorku.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15