12. okt 2011

Þjónustusamningur við Nýherja

Norðurorka hf. og Nýherji undirrituð í dag þjónustusamning. En samkvæmt samningnum sér Nýherji um að hýsa netþjóna fyrirtækisins, vírusvörn og vefhýsingu.

Norðurorka hf. og Nýherji undirrituðu í dag þjónustusamning um hýsingu netþjóna Norðurorku, auk vefhýsingar.

Samningurinn er til tveggja ára og felur m.a. í sér hýsingu á rekkavélum, vöktun netþjóna, rekstur stýrikerfis, afritatökur, vírusvarnir o.fl.  Nýherji rekur öfluga starfsstöð á Akureyri sem er einn af grundvallarþáttum við samningsgerðina.

undirritun þjónustudamnings milli Norðurorku og Nýherja

Frá undirritun samningsins, f.v. Ottó Freyr Jóhannson söluráðgjafi Nýherja, Rögnvaldur Guðmundsson þjónustustjóri Nýherja, Sigurður J. Sigurðsson sviðstjóri þjónustu- og fjármálasviðs Norðurorku og Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur Norðurorku.