29. ágú 2012

Til hamingju með daginn Akureyri

Í dag 29. ágúst 2012 minnast Akureyringar þess að 150 ár eru liðin frá því að bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Reyndar er það svo að hátíðarhöldin hafa staðið yfir allt árið en ná hápunkti sínum í afmælisvikunni.

Í dag 29. ágúst 2012 minnast Akureyringar þess að 150 ár eru liðin frá því að bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Reyndar er það svo að hátíðarhöldin hafa staðið yfir allt árið en ná hápunkti sínum í afmælisvikunni.

Bæjarstjórn Akureyrar hélt í dag hátíðarfund sinn í Menningarhúsinu Hofi og meðal þess sem þar var samþykkt var að gera Glerárdal að fólkvangi fyrir Akureyri með formlegum hætti í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga, en þar er fólkvangi lýst sem svæði sem sveitarstjórn hefur friðlýst til útivistar og almenningsnota.

Í náttúruverndarlögum kemur fram að vilji sveitarfélag lýsa tiltekið svæði fólkvang skuli það gera tillögu um slíkt til Umhverfisstofnunar og taka fram í beiðni sinni hver séu mörk fólkvangsins og hvaða takmarkanir ákvörðun um fólkvang kunni að setja umráðarétti eigenda eða rétthafa viðkomandi svæðis.

Fram kom í máli bæjarfulltrúa að mikilvægt sé í þeirri vinnu sem framundan er við undirbúning friðlýsingar að hafa náið samráð við hagsmunaaðila. Ljóst er að þar undir falla bæði Norðurorka hf. og dótturfélag þess Fallorka ehf. Á Glerárdal er hluti af vatnsverndarsvæðum vatnsveitu Norðurorku hf. og hluti vinnslusvæða hitaveitu Norðurorku hf. Þá hefur Fallorka hf. unnið að skoðun á kostum þess að byggja virkjun í Glerá.

Bæjarfulltrúar lögðu á það áherslu að friðlýsinging tæki mið af þessum og öðrum almannahagsmunum og bentu á að sjálfbær nýting í almannaþágu færi mjög vel saman við markmið fólkvangs á svæðinu.

Glerárdalur og Súlur séð frá Kerlingu

Glerárdalur og Súlur séð frá Kerlingu