23. apr 2013

Tilboð í lagnavinnu fyrir fyrirhugaða metanstöð opnuð

Í dag voru opnuð tilboð í lagningu gaslagna fyrir fyrirhugaða metanstöð Norðurorku hf.

Kostnaðaráætlun hönnuða gerði ráð fyrir að verkið kostaði kr. 28.856.000

Þrjú tilboð bárust í verkið frá þremur aðilum:

GV gröfur ehf. kr. 13.819.200       48% af kostnaðaráætlun
G.Hjálmarsson hf. kr. 15.000.000 52% af kostnaðaráætlun
Vélaleiga Halldórs Baldurssonar ehf.       kr. 11.535.250 40% af kostnaðaráætlun

 

Verkið felst í lagningu hauggaslagnar frá gamla urðunarstaðnum á Glerárdal, að lóð fyrir hreinsistöð við heitavatnstank sunnan Súluvegar og lagningu metangaslagnar frá heitavatnstanki að fyrirhugaðri lóð áfyllistöðvar við Miðhúsabraut. Samhliða lagningu gaslagna skal leggja jarðstrengi frá tengistað vestan við hitaveitutank að malbikunarstöð og heitavatnsdæluhúsi, ofan við Súluveg auk ídráttarlagna.

Helstu verkþættir og magntölur í verkinu eru eftirfarandi:
Jarðvinna fyrir pípur 3.350 m³
Hauggaslögn í jörð 1.795 m
Metangaslögn í jörð 680 m
Jarðstrengur 1.350 m
Jarðvír 1.350 m