16. ágú 2011

Tilboð í ráðgjafaþjónustu vegna uppbyggingar jarðhitavirkjana á Norðausturlandi

Hola bæs á Þeistareykjum
Hola bæs á Þeistareykjum
Landsvirkjun og Þeistareykjum ehf. bárust tvö tilboð í ráðgjafaþjónustu vegna fyrirhugaðra jarðhitavirkjana á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi.

Landsvirkjun og Þeistareykjum ehf. bárust tvö tilboð í ráðgjafaþjónustu vegna fyrirhugaðra jarðhitavirkjana á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi.
Um er að ræða útboð sem felur í sér útboðshönnun, gerð útboðsgagna og endanleg hönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við allt að 90 MW virkjun í Bjarnarflagi og 90 MW virkjun á Þeistareykjum ásamt aðstoð við eftirlit með uppsetningu vél- og rafbúnaðar o.fl.
Tvö tilboð bárust frá þremur verkfræðistofum, annars vegar frá Mannviti ehf. og Verkís ehf., og hins vegar frá Eflu ehf.
Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu og rann frestur til að skila inn tilboðum út þann 9. ágúst 2011.  Gert er ráð fyrir að niðurstaða um mat á tilboðunum liggi fyrir í september.
Allar verkfræðistofurnar eru með starfsstöð á Akureyri og ljóst að verkefnið hefur verulega þýðingu fyrir starfsemi þeirra sem ná samningum um verkið.