Í kjölfar rafmagnsleysis er mikilvægt að eigendur frístundahúsa og annarra húsa þar sem viðvera er stopul eða árstíðarbundin hugi að húsum sínum og húsveitum.
Sérstaklega er þessum tilmælum beint til eigenda húsa sem tengd eru Reykjaveitu í Fjóskadal og niður á Grenivík. Í rafmagnsleysinu aðfaranótt þriðjudagsins 8. desember fóru dælur út um tíma. Varaaflstöð á vinnslusvæðinu á Reykjum fór inn þegar rafmagnið fór af á mánudagskvöldið og hélt dælum gangandi, en stöðin fór hins vegar út þegar rafmagn komst á tímabundið um nóttina og fór ekki sjálfvirkt á þegar rafmagnið fór af aftur. Ekki tókst að fjarræsa vélinni vegna truflana í símkerfi og því þurfti að setja þær handvirkt inn sem tók nokkra stund.
Við þessar aðstæður getur komist loft í dreifikerfið sem aftur getur haft áhrif á húsveitur. Því er mikilvægt að huga að þeim og sömuleiðis stýrikerfum húsveitna sem tendar eru rafmagni og geta slegið út í rafmagnsleysi.
Hér þarf einnig að hafa í huga að spáð er kólnandi veðri sem eykur mikilvægi þess að allt í húsveitum virki sem skyldi.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15