30. maí 2013

Tölvupóstþjónn Norðurorku orðinn virkur á ný

Tölvupóstþjónn Norðurorku er orðinn virkur á ný og vonum við að allur póstur okkur sendur á tímabilinu frá því síðdegis á mánudaginn og þar til í nótt verði með réttum skilum til okkar.

Tölvupóstþjónn Norðurorku er orðinn virkur á ný. Vonum við að allur póstur sendur okkur á tímabilinu frá því síðdegis á mánudaginn og þar til í nótt verði með réttum skilum til okkar en verið er að hlaða upp, eins og það er nefnt, póstinum þessa stundina og á að vera lokið um hádegisbil.

Viðskiptavinir okkar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.  Endilega hafið samband við þjónustuver okkar í síma 460-1300 eða netfangið thjonusta@no.is ef einhverjar spurningar vakna eða ef ekki koma viðbrögð okkar við erindum sem þið hafið sent.

Starfsfólk Norðurorku

 

Mynd frá hreinsunarátaki Norðurorku 22 maí s.l.