Uppfært kl. 18.20
Nú er viðgerð lokið og ættu allir viðskiptavinir okkar að vera komnir með fullan vatnsþrýsting.
Enn og aftur þökkum við þolinmæðina og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hafa hlotist.
Uppfært kl. 15.05
Vonast er til að viðgerð verði lokið um 18 og að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið milli kl 20 og 21 í kvöld.
Í framkvæmdum sem þessum má alltaf reikna með að eitthvað loft verði eftir í kerfinu og því er viðskiptavinum bent á að kynna sér góð ráð komi til þjónusturofs sem finna má á heimasíðu okkar.
Við þökkum góð viðbrögð við beiðni okkar um að fara sparlega með vatnið meðan á viðgerð stóð og biðjumst enn á ný velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.
Uppfært kl. 12.50
Unnið hefur verið hörðum höndum, síðan í morgun, að viðgerð en af óviðráðanlegum orsökum mun hún því miður taka lengri tíma en reiknað var með í fyrstu.
Um leið og við ítrekum beiðni okkar til fólks á svæðinu um að fara sparlega með heita vatnið, þá biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.
Við munum uppfæra fréttina næst klukkan 15.
Upphaflega fréttin
Vegna bilunar á hitaveitustofn er nú þegar truflun í afhendingu á heitu vatni og óvenju lágur þrýstingur í efri byggðum bæjarins. Viðgerð stendur yfir en á meðan er fólk beðið að fara sparlega heita vatnið.
Gera má ráð fyrir að ástandið vari fram eftir degi en við munum uppfæra þessa frétt um hádegisbil með nánari upplýsingum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15