9. des 2024

Truflanir í símkerfi Símans hafa áhrif á bakvaktasíma NO

Uppfært kl.18.30: Samkvæmt tilkynningu frá Símanum er viðgerð nú lokið og því ætti að vera vandalaust að hringja í bakvaktasíma Norðurorku ef á þarf að halda.

Upphafleg tilkynning: Vegna bilunar í miðlægu kerfi Símans geta viðskiptavinir Símans ekki náð sambandi við bakvaktasíma Norðurorku. Á vef Símans kemur fram að viðgerð standi yfir en óljóst er hvenær viðgerð lýkur. Bilunin á ekki að hafa áhrif á viðskiptavini annarra símafyrirtækja.

Það virðist þó vera hægt að senda sms í bakvaktasímana, óháð símafyrirtæki. Því biðjum við viðskiptavini um að senda sms í síma bakvaktar ef ekki er hægt að hringja.

Við vonum að viðgerð ljúki sem fyrst.