Með nýjum raforkulögum árið 2003 var hlutverk rafveitna og þar með Norðurorku hf. skilgreint nánar en áður hafði verið. Í framhaldi af því var umsjón og ábyrgð gatnalýsingar ekki lengur hluti af verkefnum rafveitna. Engu að síður varð það niðurstaðan þá að Norðurorka héldi áfram þessari umsjón og eftirliti en þá í verktöku fyrir Akureyrarbæ. Auk samnings við Akureyrarbæ gerði Norðurorka hf. sambærilegan samning við Vegagerðina vegna þjónustu á lýsingu við þjóðvegi í þéttbýli á Akureyri.
Norðurorka hf. og Akureyrarbær hafa nú gert með sér samkomulag um að umsjón með gatna- og stígalýsingu á Akureyri flytjist frá Norðurorku og verði framvegis hjá Framkvæmdamiðstöð bæjarins.
Framkvæmdamiðstöð Akureyrabæjar mun því framvegis taka við tilkynningum um bilanir, skemmdir o.s.frv. Tilkynningar má senda á netfangið gatnalysing@akureyri.is eða hafa samband í síma 460-1200 hjá Framkvæmdamiðstöðinni.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15