Landsvirkjun hefur gengið frá samningi við verkfræðistofurnar Mannvit hf. og Verkís hf. um lokahönnun Þeistareykjavirkjunar og Bjarnarflagsvirkjunar og gerð útboðsgagna vegna framkvæmda við þær.
Samningarnir taka til hönnunar og gerð útboðsgagna auk endanlegrar hönnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við allt að 90 MW virkjun í Bjarnarflagi og 90 MW virkjun á Þeistareykjum ásamt aðstoð við eftirlit með uppsetningu vél- og rafbúnaðar. Samningsfjárhæðin er rúmir 2,9 milljarðar króna.
Á vef Þeistareykja ehf. kemur fram að nú þegar hafi verulegum fjármunum verið varið í undirbúning. „Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. hafa á síðustu tíu árum varið um 12 milljörðum króna í rannsóknir á jarðhitasvæðunum á Þeistareykjum, Kröflu og í Bjarnarflagi á Norðausturlandi og byggt upp þekkingargrunn vegna undirbúnings jarðgufuvirkjana þar. Markmið rannsóknanna er að meta orkugetu og rannsaka vinnslueiginleika svæðanna og mögulega nýtingu í áfangaskiptri uppbyggingu.“
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15