15. ágú 2012

Unnið að endurbótum á Garðsvíkurlindum

Garðsvíkurlindir eru ofan við bæinn Garðsvík á Svalbarðsströnd og þjóna vatnsveitu Norðurorku í Svalbarðsstrandarhreppi.

Garðsvíkurlindir eru ofan við bæinn Garðsvík á Svalbarðsströnd og þjóna vatnsveitu Norðurorku í Svalbarðsstrandarhreppi.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á hluta lindarsvæðisins.  Verið er að endurvirkja, ef svo má segja, lindir á suðurhluta svæðisins með það að markmiði að lindirnar séu öruggari auk þess sem næst í eitthvað meira vatn en áður.

Eins og aðrar náttúrulegar lindir á vinnslusvæðum Norðurorku þá hafa lindirnar í Garðsvík gefið nokkuð eftir í þurrkatíðinni undanfarnar vikur og sama á við um svonefnd Halllandsból sem eru sunnar í Vaðlaheiði.  Hefur því verið óskað eftir því við notendur í Svalbarðsstrandarhreppi að þeir gæti að vatnsnotkun sinni og fari sparlega með vatnið.

Hér að neðan má sjá myndir frá framkvæmdum við Garðsvíkurlindir.

Endurbætur á Garðsvíkurlindum

Endurbætur á Garðsvíkurlindum