3. okt 2013

Uppgjörsreikningar og álestur

Stafrænn hitaveitumælir
Stafrænn hitaveitumælir
Ellefu mánuði ársins eru orkureikningar byggðir á áætlun um orkunotkun sem við reynum að láta endurspegla sem best raunverulega notkun.

Ellefu mánuði ársins eru orkureikningar byggðir á áætlun um orkunotkun sem við reynum að láta endurspegla sem best raunverulega notkun. Notendur fá þá mánaðarlega senda áætlunarreikninga.

Nú á haustmánuðum fer fram árlegur álestur á rafveitu- og hitaveitumælum á vegum Norðurorku og í kjölfarið er uppgjörsreikningur sendur út til viðskiptavina. Þar kemur raunnotkun liðins árs fram og þar með kemur í ljós hvort viðskiptavinur á inneign eða er í skuld vegna næstliðins árs.  Viðskiptavinir geta því átt von á reikningum með annarri krónutölu en þeir eru vanir.

Oft liggur skýringin á aukinni notkun og þar af leiðandi hærri reikningi fyrir, t.d. að nýtt orkufrekt heimilistæki hefur verið tekið í notkun eða heitur pottur  á heimilinu en stundum kann að vera að um bilun sé að ræða.  Dæmi um þetta eru bilaðir ofnkranar eða bilun í stýribúnaði húsveitu sem veldur sírennsli vatns.  Þá er mögulegt að áætlun eða álestur sé rangur.

Hægt er að hafa samband við Norðurorku og fá áætlun endurskoðaða.

Skýringar á uppgjörs- og áætlunarreikningum má finna hér á heimasíðunni.