Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku, Mílu og Tengis, óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, hitaveitulagna, vatnslagna, rafstrengja, fjarskiptalagna og ídráttarröra í götur og stíga í Holtahverfi á Akureyri. Einnig í uppsetningu ljósastaura og tengikassa. Heildarlengd gatna er um 950 m.
Verkið er áfangaskipt og skal að fullu lokið fyrir 14. október 2022.
Nánari upplýsingar um magntölur, afhendingu útboðsgagna og opnun tilboða má sjá hér.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15