Norðurorka hf. veitir fjárstyrki til samfélagsverkefna. Stærri styrkir eru veittir einu sinni á ári og sérstaklega auglýst eftir þeim í miðlum sem hafa dreifingu á starfssvæði Norðurorku hf.
Veittir eru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála.
Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
Úthlutun styrkja til samfélagsverkefna ársins 2015 fer fram í matsal Norðurorku fimmtudaginn 15. janúar 2015 kl. 15:00 og hefur boðsbréf verið sent til þeirra sem hljóta styrk.
Norðurorka þakkar þeim fjölmörgu sem sendu inn styrkumsóknir og minnir á að næst verður auglýst eftir styrkjum haustið 2015.
Dagskrá styrkveitingarathafnar.
Kl. 15:00 Mæting er í matsal Norðurorku hf.
Kl. 15:05 Geir Kristinn Aðalsteinsson stjórnarformaður býður gesti velkomna
Kl. 15:10 Afhending skjals til staðfestingar um styrkveitingu (í stafrófsröð)
Kl. 15:45 Myndataka af hópnum
Kl. 15:50 Helgi Jóhannesson lokar formlegri dagskrár og bíður til veitinga
Kl. 16:40 Dagskrárlok
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15