Við opnun tilboða í gerð jarðganga í gegnum Vaðlaheiði kom í ljós að eitt tilboð var undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Um lokað útboð var að ræða í framhaldi af forvali.
Áætlaður verktakakostnaður er 9.323.350.000
Tilboðin eru þessi:
IAV/Marti (Ísland - Joint Venture) | 8.853.134.474,- | 95,0 % |
Norðurverk (Ísland - samstarfshópur) | 9.488.706.534,- | 101,8 % |
Ístak hf (Ísland) | 9.901.752.795,- | 106,2 % |
Metrostav-Suðurverk (Ísland - Joint Venture) | 10.849.427.276,- | 116,4 % |
Í ljósi þessa og að gefnum þeim forsendum að ekki verði gerðar athugasemdir við tilboðin má vænta þess að af framkvæmdum verði, en af hálfu verkkaupa var gerður fyrirvari um kostnað við verkið.
Ætla má að til framtíðar litið muni byggð í Fnjóskadal eflast með tilkomu Vaðlaheiðarganga og þar með fjölga viðskiptavinum Noðurorku á svæðinu en þar rekum við lengstu hitaveituna okkar sem nær frá Reykjum syðst í dalnum og niður á Grenivík.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15