Nú síðdegis (skrifað kl. 15:00) gaf sig kaldavatnslögn í Drekagili. Öll hús við Drekagil eru vatnslaus nema hús nr. 21.
Óvíst er hvenær viðgerð lýkur.
Vegfarendur eru beðnir að gæta að því að nauðsynlegt var að loka austasta hluta Drekagils fyrir umferð. Bifreiðar sem eru á bílastæðum við bokkirnar nr. 21 og 28 komast af þeim eftir göngustíg út á Hlíðarbraut en ekki hægt að leyfa frekari umferð um þann stíg.
Íbúar eru beðnir að sýna sérstaka aðgát í meðferð heita vatnsins þar sem ekki er kostur á köldu vatni til uppblöndunnar. Einnig að aðgæta að kaldavatnskranar séu ekki opnir. Slíkt getur skapað mikla hættu ef enginn er heima þegar vatni er hleypt á.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15