Tengingum á stofnlögn við Hlíðarbraut er lokið og búið að hleypa vatni á (kl. 20:10).
Nokkurn tíma getur tekið að ná upp fullum þrýstingi í dreifikerfið. Nokkuð stórt svæði er á áhrifasvæði þeirra brunna sem verið var að fjarlægja og ljóst að fullur þrýstingur kemur mishratt inn eftir götum.Viðskiptavinum er bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.
Komi upp einhver vandamál þá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300 á skrifstofutíma (8:00-16:00) en bakvakt Norðurorku í síma 892- 7305 utan þess tíma.