4. jún 2013

Vatni hleypt á Reykjaveitu

Vatni hefur nú verið hleypt á hitaveituna og ætti vatnsþrýstingur að byggjast hægt og bítandi upp næstu klukkustundirnar.

Framkvæmdir við Reykjaveitu gengu samkvæmt áætlun og hefur vatni nú (kl. 16:00) verið hleypt á hitaveituna og ætti vatnsþrýstingur að byggjast hægt og bítandi upp næstu klukkustundirnar.

Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta vel að húsveitum sínum og kynna sér "GÓÐ RÁÐ KOMI TIL ÞJÓNUSTUROFS" hér á heimasíðunni. Bakvaktasími hitaveitu er gsm 892 7305.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna að hafa orðið fyrir.

Vatnið komið á í Reykjaveitu