Vatnsbúskapur virkjanna Landsvirkjunar er með ágætum þetta sumarið. Fram kemur í frétt frá Landsvirkjun að lón á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár séu nú þegar orðin full. Þetta er nokkru fyrr en venjulega sem skýrist einkum af hlaupi í Sveðju um miðjan júlí mánuð. Af þessum sökum er rennsli í Þjórsá meira en verið hefur á þessum tíma undanfarin ár.
Vegna kuldatíðar norðan- og austanlands í byrjun sumars hefur innrennsli í Hálslón verið nokkru minna en áður, sem kemur fram í því að lægsta lónsstaða var þar í byrjun júlí, í stað júní mánaðar árin á undan. Gott innrennsli er hins vegar í lónið þessa daganna og vatnsstaða komin í um 605 metra yfir sjávarmál og gert ráð fyrir að Hálslón fyllist fyrir lok ágústmánaðar.
Blöndulón er um það bil að fyllast og gert ráð fyrir að hún fari á yfirfall núna í byrjun ágúst, sem mun þýða að rennslið í Blöndu neðan stífu mun aukast innan skamms.
Upplýsingar um lónstöðuna í Hálslóni má sjá hér.
Upplýsingar um lónsstöðu Blöndulóns má sjá hér.
Við Lagarfljót eða Löginn, en í það rennur sá hluti Jökulsár á Brú sem virkjaður er í Fljótsdalsstöð
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15