Stöðugt er unnið að endurbótum á stofnkerfi og dreifikerfi Norðurorku með bætt rekstraröryggi að markmið. Undanfarna daga hefur verið unnið að endubótum á stofnlögnum í Reykárhverfi þar sem m.a. er verið að leggja af gamlan og úr sér genginn brunn. Einnig eru lagðar af smádælustöðvar sem er gerlegt eftir samtengingu svæða og því hægt að nýta bæði dælur á Laugalandi og Botni til þess að sinna svæðinu.
Lokunin stendur yfir frá morgni miðvikudagins 29. júní og eitthvað fram eftir degi. Vegna lokunarinnar verður sundlaugin á Hrafnagili lokuð meðan á vatnsleysi stendur. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15