24. ágú 2011

Vatnsveituframkvæmdir í Svalbarðstrandarhreppi

Svalbarðsströnd
Svalbarðsströnd
Kaldavatnslögn frá Svalbarðsströnd að Halllandsveitu verður lögð í haust.

Í framhaldi af samningi milli Norðurorku hf. annars vegar og Vegagerðarinnar og Vaðlaheiðarganga hf. hins vegar, um aðgerðir sem miða að því að ekki komi til neysluvatnsþurrðar vegna gangagerðar um Vaðlaheiði, hefur verið lokið við gerð útboðsgagna vegna 8 km lagnar frá Svalbarðsströnd að Halllandsveitu.

Útboðsgögn voru afhent verktökum í þessari viku.

Tilboðsfrestur er til 31. ágúst næstkomandi.