7. maí 2014

Vegna endurbóta á dreifikerfi þarf að taka af rafmagnið í hluta miðbæjarins og hluta brekkunnar

Vegna endurbóta (tenginga) á dreifikerfi þarf að taka af rafmagnið í miðbænum og á brekkunni á morgun fimmtudaginn 8. maí frá kl. 6:00 til kl. 10:00 - sjá nánari upptalningu hér að neðan og mynd af svæðinu.

Húsráðendum er bent á að kynna sér góð ráð komi til þjónusturofs hér á heimasíðunni.

  • Hafa þarf í huga að aðgæta getur þurft ýmsan sérhæfðan búnað, bæði áður en rafmagn er tekið af og eins eftir að það kemur á. Þetta getur átt við um ýmsan hjálparbúnað, öryggiskerfi og tölvukerfi o.s.frv. Til dæmis getur þurft að endurræsa bruna- og þjófavarnarkerfi. Þá getur verið nauðsynlegt að aðgæta ýmsan dælubúnað s.s. í hitakerfum m.a. að tryggja að ekki hafi komist loft í þau. Kerfin eiga hins vegar að vera útbúin þannig að þessi hætta sé í lágmarki.
  • Öll nútíma rafmagnstæki eiga að þola það að rafmagn fari af húsveitu og því sé hleypt á að nýju. Notendum er engu að síður bent á að séu þeir með viðkæman eða gamlan búnað eða tæki í notkun hjá sér getur verið skynsamlegt að hafa slökkt á honum á meðan að rafmagnsleysið varir.

Þær götur sem taka þarf rafmagnið af eru:

Lögbergsgata að hluta
Oddeyrargata að hluta
Oddagata
Gilsbakkavegur
Kaupvangsstræti að hluta
Skólastígur að hluta (Rósenborg)
Möðruvallarstræti að hluta
Eyrarlandsvegur að hluta - þar með talin Akureyrarkirkja

Straumlaust vegna tenginga 8. maí miðbær og brekka